Markmið okkar er að viðhalda sögulegum byggingarstíl Seyðisfjarðar með vönduðum nýbyggingum íbúða og atvinnuhúsnæðis sem falla að hefðbundinni bæjarmynd, auka húsnæðisframboð, styðja við samfélagið með fjölbreyttu og aðgengilegu húsnæði og efla bæjarmenningu með arkitektúr sem virðir sögu og sérstöðu staðarins.

Verkefni

 

Vallargata 6 – Seyðisfirði

Við byggjum parhús á Vallargötu 6, hannað með aðgengi í huga, og tilbúið til afhendingar síðarihluta árs 2025.

Ráðgjöf

Við sérhæfum okkur í að veita ráðgjöf fyrir byggingu, endurgerð og viðhald á íslenskum húsum sem felur meðal annars í sér:

  • Mat á ástandi bygginga – Greining á núverandi ástandi gamalla húsa og tillögur að viðgerðum og endurbótum.

  • Endurhönnun og varðveisla – Sérhæfð ráðgjöf um hvernig hægt er að endurgera og viðhalda sögulegum byggingum í samræmi við hefðbundna íslenska húsagerð.

  • Teikningar og skipulag – Gerð nákvæmra teikninga og verkáætlana fyrir endurbyggingar, bæði fyrir einstaklinga og stofnanir.

  • Efnisval og hefðbundnar byggingaraðferðir – Ráðgjöf um val á byggingarefnum og notkun hefðbundinnar smíðatækni til að tryggja sögulega nákvæmni og endingu.

  • Byggingastjórn og yfirumsjón með framkvæmdum – Með byggingastjóra höfum við réttindi til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum og tryggjum að þær uppfylli allar reglugerðir og gæðastaðla.

  • Verkstjórn og eftirlit – Umsjón með framkvæmdum til að tryggja að endurbyggingar séu gerðar á faglegan og vandaðan hátt.

  • Sérsniðin lausn fyrir hverja byggingu – Við tökum mið af sérstöðu hvers húss og veitum persónulega þjónustu til að varðveita upprunalega hönnun og einkenni.

  • Þjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir – Hvort sem um ræðir einkaeignir, menningarminjar eða opinber hús, veitum við faglega ráðgjöf og þjónustu.

 

 

 

 

 

um okkur

Markmið okkar er að viðhalda sögulegum byggingarstíl Seyðisfjarðar með vönduðum nýbyggingum íbúða og atvinnuhúsnæðis sem falla að hefðbundinni bæjarmynd, auka húsnæðisframboð, styðja við samfélagið með fjölbreyttu og aðgengilegu húsnæði og efla bæjarmenningu með arkitektúr sem virðir sögu og sérstöðu staðarins.

Bragi Blumenstein

Bragi Blumenstein

Framkvæmdastjóri

Bragi er sérfræðingur í endurbyggingu gamalla íslenskra húsa með einstaka innsýn og færni í íslenskri húsagerð. Hann er húsasmíðameistari, arkitekt og byggingastjóri sem veitir réttindi til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum, með áratuga reynslu af hönnun, teikningu og verkstjórn framkvæmda. Bragi ólst upp í umhverfi þar sem endurbygging íslenskra mannvirkja var í forgrunni og hóf snemma að vinna við endurbyggingar og hefur síðan þá sérhæft sig í að varðveita og endurgera söguleg mannvirki.

Jóhann Emilsson

Jóhann Emilsson

Verkfræðingur

Jóhann er reyndur rafmagnsverkfræðingur með yfir tveggja áratuga reynslu í verkfræði, hönnun, framkvæmdastjórn og verkefnastjórnun. Hann starfaði um árabil hjá Process Results og IMEG Corp, þar sem hann kom að fjölbreyttum verkefnum – allt frá minni uppfærslum í innviðum til heildarbyggingar nýrra mannvirkja.  Hann hefur djúpa þekkingu á verkefnastjórnun, kostnaðaráætlunum, sjálfvirknivæðingu, öryggiskerfum, reglugerðarsamræmi og gangsetningu kerfa.

Hallgrímur Ingólfsson

Hallgrímur Ingólfsson

Fjármálastjóri

Hallgrímur er reynslumikill sérfræðingur í fjármálastýringu og rekstri með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands og rekstrarhagfræði frá Arizona State University. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá BYKO og Köfunarþjónustunni, auk þess að hafa verið eigandi Byggt og búið. Hallgrímur hefur einnig reynslu úr fjármálageiranum frá Landsvirkjun, Seðlabankanum, Landsbankanum og Samtökum iðnaðarins. 

Logi Helgu

Logi Helgu

Vefstjóri

Logi er sérfræðingur í vef- og tæknimálum með breiða reynslu af stafrænum lausnum og þróunarstjórnun. Hann er með tölvunarfræðimenntun frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá fjölmörgum fyrirtækjum þar sem hann hefur leitt tæknimál, vefþróun og stafræna umbreytingu.

“Ég vil byggja upp Seyðisfjörð í anda gömlu húsanna og beita minni sérþekkingu til að viðhalda og heiðra þessa húsahefð í bænum.”

“Ég nýti verkfræðiþekkinguna í að byggja bæinn upp, eitt hús í einu.”

“Ég tryggi traustan rekstur og skynsamlega fjárfestingu til að styðja við varðveislu menningararfsins og vöxt samfélagsins.“

Ég mun viðhalda stafrænni nærveru Helluhyls og auka sýnileika og aðgengi að okkar verkum.

Hafðu samband

 Helluhylur ehf. 
 Múlavegur 19
 710 Seyðisfjörður